Velkomin!
Vefsíðan er í vinnslu.

UngíKór eru landssamtök barna- og ungmennakóra á Íslandi.
Kórarnir sjálfir eru aðilar að félaginu en stjórn UngíKór skipa Ásta Magnúsdóttir, Björg Þórsdóttir, Þóra Marteinsdóttir, Freydís Kneif Kolbeinsdóttir og Sigríður Soffía Hafliðadóttir. Varamenn eru Álfheiður Björgvinsdóttir og Lilja Margrét Riedel.
Markmið félagsins er að efla kórastarf barna og unglinga á Íslandi, óháð bakgrunn og búsetu. Skapa vettvang fyrir samvinnu, samskipti og uppbyggingu ungra kórsöngvara, kórstjóra og leiðbeinenda. Samtökin vilja jafnan auka sýnileika barna- og ungmennakóra á Íslandi og auka möguleika þeirra á að taka þátt í alþjóðlegum viðburðum og samstarfi.
Norbusang 2026
UngíKór heldur Norbusang, norrænt kóramót fyrir börn og ungmenni í Kópavogi 13. – 17. maí 2026.
Dagskrá hátíðarinnar samanstendur af vinnustofum, tónleikum, kóræfingum og samveru. 
Skráning opnar 4. nóvember og fer fram á heimasíðu mótsins. Þar má einnig nálgast allar nánari upplýsingar.

Hafa samband
Ertu með spurningu, ábendingu eða fyrirspurn? Hafðu samband á ungikor@ungikor.is og við svörum þér við fyrsta tækifæri.